Svo virðist sem að frostið sé að ná yfirhöndinni á vellinum og neyðumst við því til þess að loka í bili inn á sumarflatir og teiga. Samkvæmt langtíma veðurspá má búast við því að þetta vari fram yfir helgina en svo fari hitinn eitthvað upp á við og þá munum við skoða aftur með opnun.

Kylfingar eru beðnir að sýna þessu skilning því þetta er bara gert til að hlífa vellinum í von um að hann komi enn betri undan vetri næsta vor.

Bent er á að búið er að setja upp vetrarvöllinn á mýrinni.