Þá er komið að hinni bráðskemmtilegu mánudagmótaröð … eða punktamóti GKG.

Fyrirkomulagið er stórskemmtilegt og hentar vel þeim sem vilja taka eina fasta kvöldstund á viku í 18 holurnar. Hægt er að bóka sig með viku fyrirvara og skrá sig í holl með vinum eða kynnast nýju fólki. Verðlaunin eru glæsileg eða:

  1. Ameríkuferð með Icelandair
  2. 10 þúsund króna inneign hjá N1
  3. Tveir miðar í Borgarleikhúsið

Fyrirkomulag Punktamóts GKG 2016

Árið 2016 verður spilað á mánudögum og stendur mótið yfir stóran hluta sumarsins. Skráning verður á golf.is og verður boðið upp á rástíma síðdegis hvern dag. Til að skrá sig á mótaröðina fer kylfingur inn á www.golf.is, skárir sig inn og smellir á „Mótaskrá“ (hlekkur við hliðinni á mynd). Þá kemur listi upp með mótum sumarsins og velur hann næsta punktamót og skráir sig í holl. Opnað verður fyrir skráningu 6 dögum fyrir hvern mótsdag eða á þriðjudagsmorgni kl. 08:00.

Hver leikmaður getur leikið allt að 7 hringi en aðeins 3 bestu hringirnir telja.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í lokahófi þar sem fráfarandi punktameistari eða formaður krýnir nýjan punktameistara.

Mótsgjald er 1.500 kr. fyrir hvert skipti og fá keppendur teiggjöf í hvert skipti upp á 1.000 kr. úttekt hjá Trausta vert sem býður upp á máltíð að leik loknum. Að teknu tilliti til teiggjafarinnar er mótsgjaldið því aðeins 500 kr. í hvert skipti. Mótsgjaldið er greitt í Proshop þar sem leikmenn fá sérmerkt skorkort fyrir hvern hring.

Fyrsta umferð punktamóts GKG 2016 fer fram mánudaginn 11. júlí og verður keppt alla mánudaga, samtals 6 mánudaga í sumar. Síðasti keppnisdagur verður 15. ágúst og lýkur honum með lokahófi og verðlaunaafhendingu.

Hér er hlekkur inn á mótsreglurnar:  https://gkg.is/motahald/punktamot-gkg/punktamot-gkg-reglur/