Um 100 sjálfboðaliðar mættu til vinnu á fimmtudaginn 11.maí í blíðskaparveðri. Mikil stemming var í hópnum og voru flest öll verk kláruð, sem búið var að skipuleggja. Meðal annars voru lagðir 2200 m2 af þökum við 15. flötina, sandglompur voru snyrtar, göngustígar rakaðir, rusl hreinsað og rakað var í trjábeðum. Einnig tókst að fúaverja nýja móttökuhúsið. Var vinnu lokið um sjöleytið, og var þá slegið upp pylsuveislu. Á föstudeginum var síðan haldið 9 holu mót fyrir þátttakendur, sem endaði með pottrétti að loknu móti. Voru menn sammála um að vel hafi tekist til og svona dag þyrfti að halda árlega, rétt fyrir opnun vallarins. Öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn er hér færðar bestu þakkir fyrir hjálpina.