Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur gert samkomulag við Margeir Vilhjálmsson, fyrrum framkvæmdastjóra GR, um ráðgjöf við fyrirhugaða uppbyggingu á athafnasvæði klúbbsins við Vífilsstaði. Þá hefur Margeir tekið að sér framkvæmdastjórn klúbbsins tímabundið, meðan leitað verður nýs manns í það hlutverk. Að beiðni Jóhanns Gunnars Stefánssonar, fyrrum framkvæmdastjóra GKG, var honum heimilað að láta af störfum hjá klúbbnum án uppsagnarfrests, en hann hefur þegar hafið störf við fyrirtæki sem hann keypti í félagi við aðra.

Stjórn GKG væntir mikils af samstarfi við Margeir, en fullyrða má að enginn hér á landi búi að jafnmikilli reynslu við uppbyggingu æfingaaðstöðu fyrir golf og hann. Þá óskar stjórnin Jóhanni Gunnari velgengni á nýjum vettvangi um leið og honum eru þökkuð góð störf undangengin ár.

Margeir mun þegar hefja störf fyrir GKG.