María M. Guðnadóttir gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á Hamarsvelli í Borgarnesi í síðustu viku. María lék hringinn á 71 höggi og fékk alls 44 punkta fyrir vikið.
Hún fékk 14 pör, 2 skolla og 2 fugla á hringnum. María er nú ásamt öðrum afrekskonum úr GKG að undirbúa sig fyrir sveitakeppni kvenna sem hefst á Hvaleyrarvelli í næstu viku
Við óskum Maríu innilega til hamingju með árangurinn.