Íslandsmót eldri kylfinga var haldið hjá Golfklúbbi Suðurnesja 2.-4. ágúst. Einn Íslandsmeistari er úr röðum GKG, María Málfríður Guðnadóttir. María lék hringina þrjá samtals á 228 höggum (75-78-75) og vann í flokki kvenna 50 ára og eldri með 19 högga mun! Við óskum Maríu til hamingju með þennan glæsilega árangur.