Hluti af meistaraflokki GKG er núna í æfingabúðum í Orlando í Flórída og æfir þar við frábærar aðstæður. Þessi ferð er að reynast hið besta ævintýri en við æfingar sínar á Keene´s Point vellinum rakst hópurinn á PGA Tour stjörnuna Hideki Matsuyama frá Japan, sem var mættur á æfingasvæðið daginn eftir góðan árangur á Northern Trust mótinu í Los Angeles.

Hópurinn hitti einnig Sean Foley í gær, sem er einn þekktasti þjálfarinn í bransanum í dag, en hann þjálfaði um tíma engan annan en Tiger Woods. Undanfarin ár hefur hann þjálfað PGA Tour stjörnuleikmenn eins og Justin Rose og Hunter Mahan. Búið var að undirbúa fund með Foley og nýtti hópurinn sér það tækifæri og spurði þjálfarann spjörunum úr.  Ferðin nýtist mjög vel til undirbúnings fyrir golftímabilið hér heima. Mikið er æft og spilað, en einnig hafa þau farið í kylfumælingu, hitt háskólaþjálfara, auk þess að fá fræðslu frá Sean Foley.

Í ferðinni eru eftirfarandi kylfingar: Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson, Hlynur Bergsson, Kristófer Orri Þórðarson, Ragnar Áki Ragnarsson, Særós Eva Óskarsdóttir. Þjálfari með í för er Derrick Moore, afreksþjálfari GKG og fararstjóri er Bergur Konráðsson.

Ferðinni lýkur 27. febrúar.

Matsuyama

Frá vinstri: Aron, Kristófer, Særós, Matsuyama, Hlynur, Egill, Ragnar

SeanFoley

Frá vinstri: Hlynur, Særós, Ragnar, Kristófer, Foley, Derrick, Egill, Aron