Nú er hafin skráning í skemmtilegasta mót ársins! Meistaramót GKG fer fram dagana 6.-12. júlí. Skráning í mótið fer fram inn á www.golf.is eða í golfverslun GKG. ATH greiða þarf mótsgjald við skráningu.
Að venju er leikið í getu og aldursskiptum flokkum. Í öllum flokkum er leikinn höggleikur án forgjafar, nema í fjórða flokki kvenna en þar verður leikin punktakeppni með forgjöf.
Skráning í mótið lýkur 2. júlí á miðnætti ogáskilur mótsstjórn sér rétt til að loka skráningu fyrr í einstaka flokka ef fjöldi þátttakanda verður með þeim hætti að ekki sé hægt að koma þeim fyrir innan tímamarka.
Upplýsingar um leikdaga má finna hér.
Upplýsingar um áætlaða rásröð hópa má finna hér.