Meistaramótið er framundan og verður haldið með pompi og prakt dagana 2. til 8. júlí. Skráning opnar í kvöld kl. 21 og lýkur fimmtudaginn 29. júní.
- Skráning í Mfl., 1., 2. 3., 4., 5., 15-16 ára, 50+ og 65+ er hér
- Skráning í 70+ á Mýrinni 3., 5. og 7. júlí er hér
- Skráning háforgjafarflokk, forgjöf 40,1 til 54 á Mýrinni 6., 7., 8. júlí er hér
- Skráning í 10 ára og yngri, 12 ára og yngri og 13-14 ára á Mýrinni 2.-4. júlí er hér
Mótsgjald helst óbreytt frá í fyrra.
Þriðjudaginn 4. júli. verður lokahóf fyrir 16 ára og yngri. Boðið verður upp á pizzur og drykki auk þess sem dregið verður úr skorkortum keppenda með lukkuhjólinu sívinsæla.
Fyrir aðra flokka verðum við með glæsilegt lokahóf og verðlaunaafhendingu laugardagskvöldið 8. júlí. Hægt að kaupa miða á lokahófið samhliða því að maður skráir sig í mótið. Ath. að upplagið er takmarkað, fyrstir koma fyrstir fá!
Við vekjum athygli á því að 3. flokkur karla leikur fyrsta hringinn á Mýrinni (2×9 holur) og Leirdal eftir það.
Keppendur sem hyggjast leika í fleiri en einum flokki, geta einungis gert það ef aukaflokkurinn nær ekki hámarksfjölda eftir að skráningu lýkur.
Það verður mikið lagt upp úr því að gera Meistaramótið eins glæsilegt og frekast er unnt. Veitt verða nándarverðlaun á hverjum degi á 2. og 17. holu, jafnframt verða nándarverðlaun fyrir þann sem er næstur holu í tveimur höggum á 18. holu. Í barna- og unglingaflokkum 14 ára og yngri verða nándarverðlaun á 9. holu.
Staffið í Mulligan verða með allskyns góðgæti á boðstólum. Mótsstjórn hefur verið í góðu sambandi við veðurguðina og er að landa samningi um hið besta veður
Allar nánari upplýsingar um eftirfarandi má finna á heimasíðunni okkar með því að smella hér.
- Áætlaðir rástímar 2023
- Dagskrá og flokkar
- Keppnisskilmálar
- Staðarreglur
Birt með fyrirvara um breytingar.
Mótsstjórn