Kæru félagar,
Nú styttist í veisluna okkar, stærsta viðburð í mótahaldi GKG hvert ár. Meistaramótið er framundan og verður haldið með pompi og prakt dagana 5. til 11. júlí, skráningu á GolfBox lýkur miðvikudaginn 2. júlí.

Skráning í Mfl, 1., 2. 3., 4., 5., 15-16 ára, 50+ og 65+ er hér

Skráning í 70+ á Mýrinni (5., 7. og 9. júlí) er hér.

Skráning í 14 ára og yngri og 12 ára og yngri á Mýrinni (5.-7. júlí) er hér.

Ath. að í ár er hægt að kaupa miða á lokahófið samhliða því að maður skráir sig í mótið. Fyrsti koma fyrstir fá!
Það verður mikið lagt upp úr því að gera Meistaramótið eins glæsilegt og frekast er unnt. Veitt verða nándarverðlaun á hverjum degi á annarri og sautjándu holu, jafnframt verða nándarverðlaun fyrir þann sem er næstur holu í tveimur höggum á átjándu. Verðlaun verða veitt fyrir flesta punkta dagsins og fleira og fleira. Í barna- og unglingaflokkum 14 ára og yngri verða nándarverðlaun á 9. holu.

Vignir vert í Mulligan verður með bacon og egg frá kl. 07:00 á morgnana og kl. 10:00 verður Brunch fram eftir degi. Mótsstjórn hefur verið í góðu sambandi við veðurguðina og er að landa samningi um hið besta veður 🙂
Allar nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóðum:
• Áætlaðir rástímar 2020
• Dagskrá og flokkar
• Keppnisskilmálar
Birt með fyrirvara um breytingar.

Mótsstjórn