Nú er meistaraflokkur karla og kvenna að hefja leik á síðasta degi Meistarmótsins. Við munum lýsa framvindu mála í beinni hér á heimasíðunni.

Staðan í meistaraflokki karla er eftirfarandi:

Alfreð Brynjar og Aron Snær voru rétt í þessu að klára 18. holu og eru jafnir í efsta sæti. Framundan er því bráðabani.

Alfreð Brynjar tók 3-tré af teig og setti hana á miðja braut, um það bil 165 metra frá flaggi og Aron Snær tók driver og for í kargann til vinstri um 155 metra frá flaggi. Flaggið var staðsett vinstra megin á flöt aftast þannig að Alfreð Brynjar var með töluvert betri aðkomu. Inn á höggið hjá Alfreð var nánast fullkomið, stefnan var á miðja flöt og boltaflugið hægri vinstri (draw) sem gerði það að verkum að kúlan endaði um 2 metra frá holu. Innáhöggið hjá Aron Snæ var krefjandi hann var í niðurhalla en náði engu að síður mjög góðu höggi. Stefnan var beint á flagg en höggið einhverjum desi metrum of lágt þannig að boltinn small í hólnum og missti við það kraft og endaði í karga fyrir framan flög. Vippið var ágætt og setti Aron Snær um þriggja metra pútt í framhaldinu fyrir pari. Með þessu sýndi Aron Snær hve vel hann spilar undir pressu. Alfreð Brynjar gerði hins vegar engin mistök og setti niður sitt pútt fyrir fugli og er því klúbbmeistari GKG 2013.

Staðan í meistaraflokki karla eftir fjóra hringi er:

karlar

Staðan í meistaraflokki kvenna eftir fjóra hringi er:

Konur