Það er óhætt að segja að nýliðið keppnistímabil hafi verið einstaklega gjöfult hvað varðar árangur okkar afrekskylfinga, en alls komu 14 stórir titlar á land!
Svona árangur gerist ekki af sjálfu sér og má nefna nokkra þætti sem skipta veigamestu máli, s.s.:
- Áhugi, ástundun og metnaður kylfinganna sjálfra.
- Markvisst barna-, unglinga- og afreksstarf GKG
- Frábærir þjálfarar
- Góð umgjörð og aðstaða til æfinga, ekki síst Trackman hermarnir sem hafa lyft vetrarstarfinu á hærra plan en þekkst hefur.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af kylfingum og titla sem unnir voru.
Til hamingju kylfingar og þjálfarar með stórkostlegan árangur í sumar!
Áfram GKG !
Frá efstu röð vinstri til hægri:
Íslandsmeistari í holukeppni: Aron Snær Júlíusson
Íslandsmeistarar golfklúbba 15-16 ára stúlkur: María Ísey Jónasdóttir, Kristín Helga Ingadóttir, Elísabet Sunna Scheving, Elísabet Ólafsdóttir
Íslandsmeistarar golfklúbba 14 ára og yngri telpna: María Kristín Elísdóttir, Ríkey Sif Ríkharðsdóttir, Hanna Karen Ríkharðsdóttir, Embla Hrönn Hallsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir
Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik 14 ára og yngri drengja: Arnar Daði Svavarsson, sem einnig varð stigameistari 14 ára og yngri drengja
Íslandsmeistarar golfklúbba 15-16 ára drengja: Óttar Örn Sigurðarson, Tryggvi Jónsson, Arnar Daði Svavarsson, Guðjón Frans Halldórsson, Gunnar Þór Heimisson og Snorri Hjaltason
LEK meistarar golfklúbba 65 ára og eldri: Elísabet Böðvarsdóttir, Áslaug Sigurðardóttir, María Guðnadóttir, Steinunn Helgadóttir og Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir
Íslandsmeistarar golfklúbba 14 ára og yngri drengja: Stefán Jökull Bragason, Benjamín Snær Valgarðsson, Valdimar Jaki Jensson, Björn Breki Halldórsson, Arnar Heimir Gestsson
Íslandsmeistari í höggleik 12 ára og yngri stráka: Matthías Jörvi Jensson
Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára drengja: Guðjón Frans Halldórsson, sem einnig varð stigameistari 15-16 ára og yngri drengja
Íslandsmeistarar golfklúbba 12 ára og yngri stráka: Emil Máni Lúðvíksson, Jón Reykdal Snorrason, Filippus Nói Árnason, Helgi Freyr Davíðsson, Þorleifur Ingi Birgisson, Matthías Jörvi Jensson
Íslandsmeistari í holukeppni 15-16 ára drengja: Gunnar Þór Heimisson
Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri telpna: Eva Fanney Matthíasdóttir, sem einnig varð stigameistari 14 ára og yngri telpna