Það er að mörgu að huga þegar haldið er golfmót að þeirri stærðargráðu sem Íslandsmótið í golfi er. Einn þátturinn er golfbílar en 25 bílar þurfa að vera til taks fyrir mótsstjórn, fjölmiðla, dómara, sjálfboðaliða og tímaverði.

MHG gerði sér lítið fyrir og lánaði GKG 10 golfbíla til að sinna ofangreindum verkefnum. Bílarnir eru af gerðinni E-Z-GO. Bílarnir koma að góðum notum og eru gott dæmi um það hvernig fyrirtæki á Íslandi styrkja við golfíþróttina og stuðla að því að hægt sé að halda svona stóra viðburði.