Fyrsta mót ársins á miðvikudagsmótaröðinni fer fram á morgun, 14. júní. Sex mót verða haldin á mótaröðinni í sumar.
Fyrirkomulagið er það sama og undanfarin ár. Kylfingar skrá sig á rástíma eins og vanalega, greiða mótsgjald, 2.000 krónur, í golfversluninni og fá útprentað skorkort sem á að skila inn eftir hringinn.
Kylfingar hafa möguleika á því að skila inn skorkortinu til kl. 22 á fimmtudaginn eftir mótið. Leikin er punktakeppni í karla og kvennaflokki og gilda 4 bestu hringirnir af 6 í sumar. Eins og áður verða glæsileg verðlaun í lok sumars fyrir heildapunktakeppnina en einnig verða verðlaun veitt fyrir flesta punkta í einstökum mótum.