Mótið sem er haldið til minningar um fráfallna félaga okkar í GKG er jafnframt styrktarmót fyrir íþrótta- og afrekssviðs. Í ár héldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar sem var formaður afreksnefndar GKG til 7 ára og Ólafs E. Ólafssonar sem var framkvæmdastjóri klúbbsins. Ólafur lést 17. maí 2012 eftir að hafa klárað leik á 15. flötinni. Þar var reist tjald með myndum af þeim félögum ásamt rom flösku að hætti Óla.
Í ár var jafnframt í fyrsta skiptið kepp um Ólafsbikarinn sem er glæsilegur farandsbikar gefinn af vinum hans Óla úr VDD online casino félagsskapnum. Í ár var það Jón Ásgeir Einarsson úr GR sem vann mótið á 41 punkti.
Úrslitin urður eftirfarandi:
Punkakeppni
- Jón Ásgeir Einarsson ( 41 punktur )
- Jónas Gunnarsson ( 37 punktar )
- Björn Þór Heiðdal ( 35 punktar )
Derrick Moore var á 37 punktum og Svanþór Laxdal var á 36 punktum en unnu til verðlauna í höggleiknum hér að neðan.
- Alfreð Brynjar Kristinsson ( 71 högg )
- Derrick Moore ( 72 högg ) 35 högg seinni níu
- Svanþór Laxdal ( 72 högg ) 36 högg seinni níu
Um leið og við óskum ofangreindum til hamingju með árangurinn þá þökkum við öllum þeim fjölda þátttakenda sem lögðu afrekstarfinu okkar lið með þátttöku sinni.