Ágætu kylfingar.

Að venju er upptaktur fyrir meistaramót sleginn með einu skemmtilegasta móti ársins, Niðjamóti GKG. Auglýsing um mótið er á myndinni sem fylgir fréttinni, sjá einnig upplýsingar hér fyrir neðan. Allar tekjur af mótinu renna til barna- og unglingastarfsins og þátttaka eflir samhug hjá krökkunum. Hvetjum því þá sem eftir eiga að skrá sig til þess að drífa í því. Skráning er á golf.is.

Bestu kveðjur,
Gunnar Jónsson
formaður íþróttanefndar GKG og mótsstjóri
Úlfar Jónsson, íþróttastjóri
Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri

Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með greensome fyrirkomulagi, sem felur í sér að báðir slá af teig og skiptast síðan á, þannig að sá sem ekki á upphafshögg slær annað högg og síðan til skiptis þar til bolti liggur í holu eða punktar eru búnir. Lið eiga að vera þannig skipuð að annar liðsmaður sé afkomandi hins eða tengdabarn. Mótsstjórn getur samþykkt annarskonar fjölskyldutengsl. Forgjöf liðs verður 40% af leikforgjöf þess sem hærri hefur forgjöfina og 60% af forgjöf þess sem lægri hefur hana.

Verðlaun verða veitt fyrir efstu sæti, nándarverðlaun á öllum par 3 holum og súpa og brauð að leik loknum.

Þátttökugjöld renna óskipt til barna- og unglingastarfs GKG

Ræst verður af öllum teigum kl. 08:30 – ath. að rátsími sem úthlutað er við skráningu gildir því ekki.

Skráning í mótið er hafin á golf.is – Mótsgjald er 8.500 kr. á lið.