Á morgun er annað Miðvikdudagsmót ársins, en það fyrsta fór fram þann 18. júní síðastliðinn. Mætingin þá það fór langt fram úr væntingum og nú er um að gera að halda bæta hana á morgun. Mótið telur að sjálfsögðu í heildarkeppninni, en bestu fjögur mót sumarsins (af þeim sjö sem eru í boði) punktalega séð telja hjá kylfingum. Því þarf ekki að örvænta þó einhver hafi ekki komist síðast, enn eru sex mót í boði fyrir vonglaða kylfinga.
Fyrirkomulagið er kunnulegt, allir skrá sig á venjulegan rástíma á Leirdalsvöll hvenær sem er dagsins. Mæta í ProShop áður en hringur hefst, skrá sig og fá afhent skorkort gegn mótsgjaldi 1.000 krónur. Kylfingar spila síðan 18 holur með ritara og skila inn skorkorti að leik loknum. Frestur til að skila inn skorkorti rennur út á fimmtudagskvöldið. Fyrir þetta einstaka mót er hægt að vinna 3.000 króna boltakort fyrir annað sætið og 5.000 króna inneign í Proshop fyrir fyrsta sæti í hvorum flokki. Vinningshafar síðasta móts geta vitjað vinninga sinna í ProShop, en úrslit síðasta móts er að finna á heimasíðu mótsins á golf.is
Sjáumst hress á morgun og tökum einn góðan æfingahring fyrir meistaramótið, en ekki er úr vegi að minna enn einu sinni á að skráning á það klárast núna í þessari viku.