Meistaramót GKG 2018

Home/Mótahald/Meistaramót GKG 2018

Meistaramót GKG fer fram dagana 8. til 14. júlí 2018.

Fyrirkomulag: Mótið er flokkaskipt innanfélagsmót. Leikinn er höggleikur í öllum flokkum nema í  3. og 4. flokki kvenna ásamt 5. flokki karla. Þar er leikin punktakeppni með fullri forgjöf. Í öldungaflokkum er höggleikurinn með forgjöf þó þannig að ekki eru slegin eða skráð fleiri högg en 10 á holu. Í öldungaflokkki eru jafnframt veitt verðlaun í 1. sæti fyrir höggleik án forgjafar.

Börn og unglingar yngri en 17 ára (fædd 2002 eða yngri) hafa ekki leikheimild í fullorðinsflokkum nema þeir sem hafa þátttökurétt í meistaraflokki. Þátttökuréttur í meistaraflokki er sá sami og í Eimskipsmótaröðinni, þ.e. hámark 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.

Mótstjórn skipa:

Agnar Már Jónsson, Jón K. Baldursson, Bergsveinn Þórarinsson og Yngvi Sigurjónsson.

ATH: Mótsstjórn áskilur sér rétt til að loka skráningu í einstaka flokka ef fjöldi þátttakanda verður með þeim hætti að ekki sé hægt að koma þeim innan tímamarka. Jafnframt áskilur mótsstjórn sér rétt til að sameina flokka ef skráning er dræm.

Bílar eru ekki leyfðir í almennum flokkum án heimildar mótsstjórnar.

Bílar eru heimilaðir í öldungarflokkum.

Skráning fer fram á golf.is en greiða þarf mótsgjaldið við skráningu. Einnig er hægt að ganga frá skráningu í Golfverslun GKG bæði með símgreiðslu og með að greiða á staðnum.

Kylfingar 14 ára og yngri skrá sig á sér mót í mótaskránni:

Meistaramót GKG 2018 13-14 ára

Meistaramót GKG 2018 12 ára og yngri

Áætlaðir rástímar 2018

Dagskrá og flokkar

Keppnisskilmálar

Staðarreglur