Hlöðver Guðnason, PGA golfkennari og meðlimur í GKG verður með tvenns konar námskeið í Kórnum sem hefjast í vikunni 16. janúar.

Annars vegar hópnámskeið þar sem hámark 5 manns eru í hópi og lögð er áhersla á markvissa kennslu. Hins vegar æfinganámskeið (stöðvaþjálfun) þar sem fjöldinn er 8 manns og áhersla á góðar æfingar.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði, en skráningarupplýsingar má sjá hér fyrir neðan. Námskeiðin eru blönduð kk og kvk:

Námskeið mið 18.1 – 25.1 – 1.2 – 8.2 – fjögur skipti (sveifla og stutta spil) kr. 14.000
Námskeið fim 19.1 – 26.1 – 2.2 – 9.2 – fjögur skipti (sveifla og stutta spil) kr. 14.000
Kl. kl 18-19 eða 19-20

Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins. Þar sem hópastærð er takmörkuð við fimm manns þá fær hver og einn persónulega nálgun.

Æfinganámskeið mán 16.1 – 30.1 – 6.2 – 13.2 – 27.2 – 6.3 – 13.3 – 20.3 – átta skipti kr. 12.000
Kl. 18-19 eða 19-20

Markmið æfinganámskeiðanna er fyrst og fremst að fá leiðbeiningar við að æfa vel og skipulega, heldur en beina kennslu.

Námskeiðin fara fram í æfingaaðstöðu GKG í Kórnum.

Fyrir kylfinga sem óska eftir einka/parakennslu bendum við á kennara okkar Sigurpál Geir Sveinsson. Best að hafa samband við hann beint upp á tímapantanir, sigurpall@gkg.is eða 8620118.

Nánari upplýsingar gefur undirritaður, hægt er skrá sig með því að fylla út eftirfarandi upplýsingar og senda á ulfar@gkg.is

Skráning á námskeið á …. kl. 
Nafn:
Kt.:
Netfang:
GSM:
Forgjöf:

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204