Við tökum vel á móti nýjum félagsmönnum og bjóðum nýliðum kennslu í golftækni og spili.

Nýliðanámskeiðin eru einungis opin fyrir nýja félaga í GKG sem eru að stíga fyrstu skrefin í golfinu. Þessi námskeið eru ekki ætluð börnum, en við bendum á æfingar fyrir börn og unglinga. Gjald per þátttakanda er kr. 11.000 og er innifalið í því eru námskeiðsgögn, tæknikennsla, spilkennsla og reglufræðsla, auk vikulegra æfinga undir handleiðslu PGA kennara GKG frá 23.5-25.7. 

Tvö námskeið eru í boði eins og sést á töflunum hér undirHámarksfjöldi á hverju námskeiði 24 manns og skráning fer fram á skráningarforminu hér.