GKG býður félagsmönnum upp á vetrarnámskeið sem hefjast eftir helgi. Annars vegar hádegisnámskeið og helgarnámskeið þar sem er áhersla er lögð á kennslu og æfingar, og hins vegar æfingar á kvöldin í stærri hópum þar sem áhersla er lögð á stöðvaþjálfun en minni kennslu. Fjórir PGA kennarar á vegum GKG munu sjá um námskeiðin.
Námskeiðin fara fram í inniaðstöðu GKG í Kórnum einu sinni í viku.
Verð frá kr. 6.000.
Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar og tímasetningar námskeiða.
Núna er bara skella sér á æfingar og í kennslu í vetur og bóka sem fyrst. Þetta er einstakt tækifæri til að æfa markvisst og koma vel undirbúin til leiks í vor.
Nánari upplýsingar og skráningu veitir Birgir Leifur, birgirleifur@gkg.is