Á hverjum degi í meistaramótinu verðum við með nándarverðlaun og sá aðili sem spilar á flestum punktum fær jafnframt verðlaun.
Á mýrinni var það Brynjar Már sem setti hann 1,25 metra frá holu.
Á Leirdalnum á 4. Holu var það Ólafur Þórarinsson sem setti hann 1,05 metra frá holu og á 17. er María Björk Pálsdóttir með 0,93 metra frá holunni.
Flesta punktana fékk hún Guðmunda Oliversdóttir eða 45 punkta.
Óskum við þessum kylfingum til hamingju með árangurinn!
Allir vinningshafar fá 5 skipta háftímakort í golfherma GKG.