Nýliða fór fram skoðanakönnun sem haldin var vegna Meistaramóts GKG.

Tilefnið var að mótið hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári og þátttaka undanfarin ár sýnir að mótið er í raun sprungið og við erum knúin til að gera breytingar svo við getum haldið áfram að gefa sem allra flestum kost á að taka þátt. Meistaramótið stendur yfir í 7 daga þar sem hver dagur er afar langur. Með hag starfsfólks, sjálfboðaliða og kylfinganna sjálfra að leiðarljósi viljum við að upplifun og umgjörð mótsins sé eins og best verður á kosið.

Við spurðum ykkur félagsmenn hvaða keppnisfyrirkomulag hentaði ykkur best.

Í ljósi stöðunnar voru valmöguleikarnir tveir:
Fækka úr fjórum dögum niður í þrjá daga (á við 2. flokk karla og kvenna upp í meistaraflokka).
Leika fjóra daga með niðurskurði (á við 2. flokk karla og kvenna upp í meistaraflokka).

Svör þeirra sem spurningarnar áttu við, þ.e. hafa leikið í Meistaramótinu, voru mjög afgerandi á þá leið að 50% vildu leika áfram 4 daga og hafa niðurskurð; 28% vildu fækka í þrjá daga og í 22% tilfella átti spurningin ekki við (þ.e. er keppandi í öðrum flokkum eða svarmöguleikar hentuðu ekki).

Að teknu tilliti til svara þeirra sem spurningin átti við (þ.e. hafa leikið í Meistaramótinu í þeim flokkum sem breytingin tekur til), þá vildu 64% leika áfram 4 daga og hafa niðurskurð en 36% vildu fækka í þrjá daga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Niðurskurður mun aðeins eiga við þá flokka sem leika Leirdal á lokadegi mótsins samkvæmt skipulagi undanfarinna ára. Ekki verður gripið til niðurskurðar ef heildarfjöldi keppenda á laugardeginum eru undir 108. Niðurskurður verður miðaður við að fjöldi keppenda og þeir kylfingar sem eru jafnir seinasta sæti sem kemst í gegnum niðurskurð komast einnig áfram á lokahring. 
 

Mótsdagar Meistaramótsins eru ávallt fyrstu vikuna í júlí og verða í ár 2.-8. júlí.

Til að létta álagið á þriðjudeginum í mótinu mun 3. flokkur karla leika á Mýrinni fyrsta hringinn, Leirdal eftir það.

Keppendur sem hyggjast leika í fleiri en einum flokki, geta einungis gert það ef aukaflokkurinn nær ekki hámarksfjölda eftir að skráningu lýkur.

Dagskrá flokka er hægt að skoða hér, með fyrirvara um breytingar.