Mótið er punktamót þar sem spilað verður eftir greensome fyrirkomulagi en þar eru tveir og tveir saman í liði. Báðir slá á teig en síðan velur liðið annan boltann og spilar honum til skiptis þannig að sá sem ekki á upphafshögg sem valið er slær annað högg og síðan til skiptis. Forgjöf reiknast 60% af leikforgjöf þess sem hefur lægri forgjöf og 40% af leikforgjöf þess sem hefur hærri forgjöf. Hvert lið verður að vera þannig samsett að annar leikmaður leikur með barni sínu, barnabarni eða tengdabarni. Mótið er innanfélagsmót, en þó er heimilt að annar leikmaður í liði sé meðlimur í öðrum golfklúbbi.

Fjöldi glæsilegra verðlauna er í boði en veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning er hafin á golf.is og mótsgjald er kr. 5.000. fyrir hvert lið og innifalið í því er súpa og brauð. Skráning í rástíma er eingöngu til þess að raða í holl en ræst verður af öllum teigum samtímis. Mæting er upp í skála kl.08:00 og gert ráð fyrir að ræsa um kl.08:45. Bílar verða á staðnum til þess að keyra og sækja þá sem byrja á fjarlægustu holunum, bæði fyrir og eftir mót.

Kveðja,
Unglinganefnd GKG