Niðjamót GKG fór fram laugardaginn 1. júlí og gekk svo vel sem verða má. Tveir voru saman í liði og annar var afkomandi hins. Veður var mjög gott hægur vestan andvari, sólskin í byrjun móts en síðan skýjað að mestu. Þó hékk hann þurr allt mótið.
Leikin var punktakeppni. Leikfyrirkomulag var Greensome þ.e. báðir slá af teig og síðan velja þeir annan boltann og slá til skiptis þar til boltinn er kominn í holu. Forgjöf var reiknuð 60% af leikforgjöf þess sem er með lægri forgjöfina og 40% af leikforgjöf þess sem er með hærri forgjöfina.
Fjörutíu lið mættu til leiks sem er helmingsfjölgun frá fyrsta mótinu í fyrra. Ræst var út af 1. og 10. teig frá kl. 8 til 9:50. Þátttökugjald var kr. 4.500 á lið og innifalið súpa og brauð að leik loknum í boði Sparisjóðs Kópavogs. Ágóði af mótinu rennur óskiptur í ferðasjóð afreksunglinga GKG.
Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, auk fjölda annarra verðlauna. Tvö lið voru jöfn með flesta punkta. Mótsstjórn ákvað að láta þau reyna með sér og slá af 10. teig inn á 18. flöt. Síðasta höggið í þeirri keppni endaði næst holu en það sló Bjarki Freyr Júlíusson og tryggði liði sínu þar með Afa og ömmubikarinn sem er farandbikar, auk ferðavinnings fyrir 2 með Iceland Express.
Úrslit urðu þessi:
1. Bjarki Freyr Júlíusson og Karl Júlíus Sigurgíslason 42 punktar
2. Gestur Gunnarsson og Kristín Þórisdóttir 42 punktar
3. Ragnar Þór Ragnarsson og Emil Þór Ragnarsson 41 punktur
4. Valgerður Hrund Skúladóttir og Björk Sigurjónsdóttir 40 punktar
5. Gunnar Snær Gunnarsson og Gunnar Árnason 39 punktar
6. Guðjón Ingi Kristjánsson og Kristján Guðjónsson 39 punktar
Nándarverðlaun hlutu:
2. hola Ragnar Þór Ragnarsson 2,02 metrar
4. hola Gunnar Árnason 1,57 metrar
9. hola Helgi Ingimundarson 1,50 metrar
11. hola Lovísa K. Sigurjónsdóttir 2,75 metrar
13. hola Sigurður Egilsson 0,42 metrar
17. hola Bjarni Rúnar Jónasson 1,86 metrar
Að lokum voru dregnir út fjölmargir vinningar úr skorkortum viðstaddra.
Fjölmargir velunnarar gáfu vinninga, þar á meðal:
Iceland Express
Sparisjóður Kópavogs
Osta- og smjörsalan
Nói og Síríus
Vátryggingafélag Íslands
Toyota
Byko
KB banki Kópavogi
Unglinganefnd GKG þakkar öllum stuðningsaðilum en þó fyrst og síðast þátttakendum og hlakkar til að sjá þá alla að ári.