Á dögunum var valið í Afrekshóp GSÍ fyrir árið 2012, samkvæmt nýrri afreksstefnu GSÍ. Í hópnum eru 51 kylfingur, en af þeim eru 9 úr GKG. Aldrei áður hafa jafn margir kylfingar verið í Afrekshópi GSÍ úr GKG! 

Eftirtaldir GKG kylfingar eru í hópnum:

Alfreð Brynjar Kristinsson
Aron Snær Júlíusson
Birgir Leifur Hafþórsson
Emil Þór Ragnarsson
Guðjón Henning Hilmarsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Ragnar Már Garðarsson

Ingunn Gunnarsdóttir
Særós Eva Óskarsdóttir

Afrekshópur GSÍ fær ýmsa þjónustu frá GSÍ, s.s. sérstakar aukaæfingar, æfingabúðir með fyrirlestrum um hugarþjálfun, mataræði ofl. Með inngöngu í Afrekshópinn hafa leikmenn tækifæri á að vera valdir í landsliðsverkefni. Markmið afreksstefnu GSÍ er að íslenskur kylfingur festi sig í sessi í fremstu mótaröðum atvinnumanna, karla og kvenna.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með valið og hvetjum þau til dáða!

Áfram GKG!