Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast í vikunni 24. apríl

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast í vikunni 24. apríl

Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast í vikunni 24. apríl

Það er upplagt að fínpússa sveifluna fyrir sumarið eða koma sér í gang með því að taka fjögurra skipta hópnámskeið hjá Hlöðveri.

Hlöðver Guðnason, PGA golfkennari og meðlimur í GKG verður með námskeið sem hefjast 24. apríl. Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga, allt frá byrjendum til lengra komna.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði, en skráningarupplýsingar má sjá hér fyrir neðan. Námskeiðin eru blönduð kk og kvk:

Námskeið mánudaga kl. 17-18  – 24.4 – 1.5 – 8.5 – 15.5

Námskeið þriðjudaga kl 17-18 – 25.4 – 2.5 – 9.5 – 16.5

Námskeið miðvikudaga kl 17-18 / kl 18-19 / kl 19-20 – 26.4 – 3.5 – 10.5 – 17.5

Námskeið fimmtudaga kl 17-18 / kl 18-19 / kl 19-20 – 27.4 – 4.5 – 11.5 – 18.5

Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins. Þar sem hópastærð er takmörkuð við fimm manns þá fær hver og einn persónulega nálgun.

Fyrstu tvö skiptin fara fram í æfingaaðstöðu GKG í Kórnum, seinni tvö skiptin á útiæfingasvæði GKG.

Verð kr 12.500 per mann.

Nánari upplýsingar gefur undirritaður, skráning fer fram með því að senda póst með upplýsingum á ulfar@gkg.is

Skráning á námskeið á …. kl.
Nafn:
Kt.:
Netfang:
GSM:
Forgjöf:
Fyrir kylfinga sem óska eftir einka/parakennslu bendum við á kennara okkar Sigurpál Geir Sveinsson. Best að hafa samband við hann beint upp á tímapantanir, sigurpall@gkg.is eða 8620118.

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204

By |06.04.2017|