Nú er rétti tíminn til að huga að kylfunum fyrir vorið sem er á næsta leiti.
Við erum komin með flotta aðstöðu til að skipta um grip og gera við kylfur í íþróttamiðstöðinni þar sem við bjóðum upp á flestar viðgerðir á golfkylfum. Við breytum legu og fláa, styttum, lengjum, þyngjum og fleira.
Verð fyrir vinnu:
- Skipta um grip: 500 kr.
- Lengja kylfu: 2.000 kr.
- Stytta kylfu: 1.000 kr.
- Breyta legu: 1.000 kr.
- Breyta fláa: 1.000 kr.
- Þyngja kylfu: 1.000 kr.
- Skipta um skaft: 2.500 kr.
Við bjóðum einnig upp á kylfumælingu þar sem Haukur Már Ólafsson, PGA golfkennari mælir höggin þín í Trackman greiningartæki, svo betur sé hægt að klæðskerasauma eftir þínum þörfum.
Við mælum:
- Kylfuhraða
- Legu kylfu í höggstöðu
- Hversu langar kylfur henta þér
- Hversu þungar kylfur henta þér
- Hversu þykkt grip hentar þér
Verð fyrir mælingar:
- Mæling fyrir dræver: 6.500 kr.
- Mæling fyrir járnasett: 6.500 kr.
- Mæling fyrir trékylfur: 6.500 kr.
- Mæling fyrir fleygjárn: 5.000 kr.
- Mæling fyrir pútter: 4.500 kr.
- Mæla fyrir allt: 20.000 kr.
- Veldu tvennt: 11.000 kr.
Pantanir: haukur@gkg.is
Grip
Við bjóðum uppá margar tegundir gripa á kylfur og púttergripa. Mikið úrval frá Golf Pride, Lamkin, Pure Grips, Superstroke, Rosemark o.fl. Við getum einnig sérpantað ýmis grip og skiptum um grip á innan við tveimur sólarhringum. Ásett grip á járn frá 1.200 kr og ásett púttergrip frá 2.500 kr.
Kíkið við í verslun okkar og skoðið úrvalið. Félagsmenn GKG fá 15% afslátt af öllum gripum líkt og öðrum vörum í verslun okkar.