Öldungaferð á Hellu 11. ágúst.
Miðvikudaginn 11. ágúst stendur okkur til boða að heimsækja Golfkúbbinn á Hellu og spila
þar 18 holur ef næg þátttaka fæst.
Þetta yrði punktakeppni og verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.
Farið verður frá skálanum kl. 9.30 og ræst út kl. 11.30 – 12.40.
Reiknum með að rúta og vallargjald geti orðið um kr. 4.000.- en fer eftir því hvað við
verðum mörg.
Sýnum samstöðu og fyllum rútuna.
Skráningarblað í skála.