Nú opnum við glæsilega Íþróttamiðstöð í næstu viku og vantar öfluga einstaklinga til að sjá um þrifin. Um er að ræða 700 fm neðri hæð og um 100 fm skrifstofu og verslunarrými.
Viðkomandi aðilar myndu setja upp þrifáætlun með framkvæmdastjóra sem verður endurmetin eftir því sem reynsla kemst á rekstur hússins. Myndi henta vel fyrir tvo eða fleiri einstaklinga sem geta unnið um tvo klukkutíma eldsnemma á morgnana.
Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér framangreint verkefni á skemmtilegum og spennandi vinnustað, vinsamlegast sendið inn umsóknir á netfangið agnar@gkg.is.
Með GKG kveðjum,
Starfsfólk GKG