Opna Ecco Minningarmót GKG til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 10. september . Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar, Ólafs E. Ólafssonar og Konný Hansen sem áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.
Við viljum vekja athygli á því að leikið verður inn á hina nýju glæsilegu 18. flöt í fyrsta sinn í mótinu!
Keppnisfyrirkomulag:
Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 36 hjá körlum og 36 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í karla- og kvennaflokki.
„Iss ég para bara næstu“ verðlaunin verða á sínum stað. Þeir aðilar sem fá skolla eða meira á 15. holu og para þá 16. fara í pott sem dregið verður úr.
Verðlaun eru glæsileg að vanda og eru þau eftirfarandi (veitt eru verðlaun í karla og kvennaflokki).
Punktakeppni með forgjöf.
- sæti Ecco golfskór að verðmæti allt að 30.000,-kr,. 20.000,-kr gjafa bréf hjá Olís, 10 þúsund króna gjafabréf hjá Matarkjallaranum og glaðningur frá Ölgerðinni.
- sæti Skechers golfskór að verðmæti allt að 20.000,- kr, gjafabréf fyrir tvo í Reykjavík Escape og 10.000,-kr gjafabréf í Olís.
- sæti 15 þúsund króna inneign hjá Ecco og 10.000,-kr gjafabréf í Olís
Höggleikur án forgjöf (veitt er verðlaun fyrir besta skor í báðum flokkum)
- sæti Ecco golfskór að verðmæti allt að 30.000,-kr og 20.000,-kr gjafabréf hjá Olís, glaðningur frá Ölgerðinni og gjafabréf fyrir tvo í Reykjavík Escape.
Nándarverðlaun veitt á öllum par 3 holum vallarins.
Gjafabréf í Ecco búðinni að upphæð 15.000,-kr
Stefnt er að því að hafa verðlaunaafhendingu kl. 19:00 í skála
Allir keppendur fá 3.000,- króna inneign á Ecco skóm í teiggjöf.
Verð 6.300,-kr
Við viljum sérstaklega þakka stuðningsaðilum barna-, unglinga- og afreksstarfs GKG fyrir þeirra stuðning.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Íþrótta- og afreksnefnd GKG