Í kvöld var haldinn gríðarlega vel sóttur félagsfundur, en tæplega 100 félagar fylltu skálann okkar.
Á fundinum tilkynnti Símon Kristjánsson formaður vallarnefndar að báðir vellir okkar opni næstkomandi laugardag kl. 13:00. Um morguninn verður hinn árlegi hreinsunar og tiltektardagur og stendur hann frá kl. 09:00 – 12:00. Að honum loknum verður boðið upp á grillaðar pylsur og gos.
Þeir félagsmenn sem mæta í sjálfboðavinnuna fá síðan forgang á því að leika vellina okkar. Opnað verður fyrir skráningu annara félagamanna upp úr kl. 14:30.
Að sögn vallarstjóra koma vellirnir gríðarlega vel undan vetri og því mikil tilhlökkun hjá félagsmönnum okkar.
Um leið og við óskum öllum félagsmönnum ánægjulegs og árangursríks golfsumars, þá biðjum við þá að ganga vel um vellina okkar.
Kveðja
Stjórn og starsfólk GKG