Í dag, laugardaginn 10. maí, opnaði GKG inn á umferð á sumargrín á Vífilsstaðavelli. Ákveðið hefur verið að gefa Leirdalshlutanum eina viku í viðbót til þess að jafna sig eftir veturinn og því er félagsmönnum bent á að fram til laugardagsins 17. maí gildir eftirfarandi kerfi á Vífilsstaðavelli.

  • "Gamli" völlurinn er spilaður sem 18 holu völlur þannig að Mýrin er seinni 9 holur þeim velli.
  • Mýrin er þar af leiðandi lokuð til 17. maí og aðeins hægt að bóka rástíma á Vífilsstaðavöll.

Gleðilegt golfsumar!

Starfsfólk GKG