Almennir félagar í GKG geta æft í inniaðstöðu okkar í Kórnum.
Opnunartímar eru sem hér segir:
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 20:00 – 22:00
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 11:00 – 15:00
Sérstakir kvennatímar verða eitt kvöld vikunnar og verður það auglýst sérstaklega þegar ákvörðun hefur verið tekin um hvaða kvöld verður fyrir valinu.
Einnig er hægt að æfa fram til kl. 15:00 alla virka daga, en svæðið er lokað fyrir almenna kylfinga á tímabilinu 15:00 og 20:00
Við vonum að kylfingar nýti sér aðstöðuna tilæfinga og gangi vel um svæðið. Athugið að af hreinlætisaðstæðum eru golfskór ekki leyfðir og bendum við kylfingum á að nota íþróttaskó.