Viljum vekja athygli á opnunartímum okkar í æfingaaðstöðu GKG, þ.e. í golfaðstöðunni í Kórnum og Íþróttamiðstöðinni.
Íþróttamiðstöðin
Virka daga: húsið opnar 9:00 og lokar kl. 22:00
Helgar: húsið opnar kl. 9:00 og lokar kl. 18:00
Opnunartímar fyrir almenna kylfinga eru eftirfarandi:
Mán-fim: kl 9 – 14:45; 19-22:00
Fös: kl 9 – 13:45; 17-22:00
Lau: 9:00 – 18:00 (annan hvern laugardag í vetur verður púttmót barna og unglinga frá kl. 11-13)
Sun: 9:00 – 18:00
Æfingar barna/unglinga/afrekshópa eru frá kl 15-19 mán-fim en kl. 14-17 á föstudögum. Ekki er hægt að nota herma nr. 5-9 eða púttflötina meðan þessar æfingar eru í gangi.
Hermar nr. 1-4 (í hermaherberginu) eru til reiðu í útleigu til almennra kylfinga meðan æfingar standa yfir.
Ekkert gjald er fyrir félagsmenn GKG vegna almennra æfinga í Kórnum eða Íþróttamiðstöðinni. Utanfélagsmenn eru velkomnir en greiða kr. 1.000 fyrir æfingar á púttflöt hvert skipti.
Gjald er tekið vegna leigu á golfhermum samkvæmt gjaldskrá.
Nota þarf sína eigin bolta við stutta spils æfingar í Íþróttamiðstöðinni. Nota skal hreina æfingaskó (alls ekki gaddaskó) og ganga vel frá áhöldum eftir æfingar.
- Opnunartímar eru birtir með fyrirvara um breytingar. Stöku sinnum eru námskeið í Íþróttamiðstöðunni sem takmarka notkun púttflatarinnar.
Kórinn
Virka daga og um helgar: húsið opnar kl. 8:00 og lokar kl. 22:30. Ef hurð er læst inn í golfaðstöðuna þá biðjið húsvörð um að opna.
Opnunartímar fyrir almenna kylfinga eru eftirfarandi:
Mán: kl 8 – 14:45
Þri: kl 8 – 16:45; 21:30-22:30
Mið: kl 8 – 14:45; 21-22:30
Fim: kl 8 – 12:45; 14-16:45; 21-22:30
Fös: kl 8 – 16:45; 19-22:30
Lau: 8:00 – 22:30
Sun: 8:00 – 22:30
Upplýsingar um námskeið sem eru í boði hverju sinni er hægt að skoða hér. Einnig gefur Úlfar íþróttastjóri upplýsingar, ulfar@gkg.is eða 8629204.
Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér okkar frábæru æfinga- og félagsaðstöðu og æfa skipulega í allan vetur og koma þannig vel undirbúnir til leiks næsta vor.
- Opnunartímar eru birtir með fyrirvara um breytingar.