Ottó Sigurðsson atvinnumaður hjá okkur í GKG eignaðist erfingja aðfararnótt laugardagsins 5. maí s.l.. Sonurinn reyndist 13 merkur og var 48 cm við fæðingu og heilsast vel að sögn stolts föðursins. Sambýliskona Ottós heitir Karen Sigurbergsdóttir.

 GKG óskar Ottó og Karen innilega til hamingju með barnið og velfarnaðar í framtíðinni.