.
Auk þeirra Ottós og Simma skipar Magnús Lárusson úr GKj karlalandslið Íslands. Staffan Johansson landsliðþjálfari og Steinunn B. Eggertsdóttir, sem er fararstjóri verða með í ferðinni.
Mótið fer fram á Schloss golfvellinum í Schönborn. Keppendur sem koma víða að úr Evrópu verða 144 talsins. Mótið stendur yfir í fjóra daga og verða leiknar 18 holur á dag. Eftir þrjá fyrstu keppnisdagana (54 holur) verður keppendum fækkað og aðeins 40 efstu sem fara áfram í karlaflokki og 15 í kvennaflokki.
Mótið er jafnframt liðakeppni þar sem tvö bestu skorin telja hjá hverju liði á hring fyrstu þrjá keppnisdagana. Þýskaland sigraði á síðasta ári í karlaflokki.
Það er ánægjulegt fyrir okkur í GKG að eiga 2 af 3 keppendum í íslenska landsliðinu að þessu sinni og gefur okkur byr undir báða vængi hvað varðar afreks- og uppbyggingarstarf til framtíðar. Við munum að sjálfsögðu reyna að koma með nýjustu fréttir eins fljótt og þær berast okkur.