Ottó Sigurðsson kylfingur úr GKG sigraði á tveimur mótum í röð nú um helgina. Hann tók fyrst þátt í Opna Carlsberg mótinu á Suðurnesjum og eftir hæga byrjun fékk lék hann síðustu 10 holurnar 5 undir pari og bar sigur úr býtum. Þar næst lá leiðin austur á hið margfræga 1.maí mót Hellu-manna. 1.maí mótið á Hellu markar upphafið á golftímabilinu fyrir marga enda ávallt rúmlega 200 manns sem mæta hvernig sem viðrar. Í ár voru það um 250 manns sem léku Strandarvöllinn en Ottó sigraði í keppni án forgjafar á 67 höggum. Hann byrjaði illa og fékk skramba +2 á fyrstu holu og var kominn +3 eftir fjórar holur. Á seinni níu gengu hlutirnir vel upp hjá kappa en hann lék seinni níu á 30 höggum eða 5 undir pari.