Ottó Sigurðsson hefur látið af störfum hjá GKG. Ottó hefur starfað hjá klúbbnum frá unga aldri en hóf störf sem fastastarfsmaður hjá klúbbnum fyrir rúmlega ári síðan sem markaðsstjóri í janúar 2005.

 Ottó hefur ákveðið að reyna fyrir sér í atvinnumennsku í golfi og áætlar að einbeita sér að því verkefni á næstunni. Við óskum Ottó velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur og þökkum honum fyrir samveruna þennan tíma.