Ottó Sigurðsson er sem stendur í 1.-2. sæti eftir fyrsta hring á KB Banka mótaröðinni í Vestmannaeyjum. Hann lék á 69 höggum, 1 höggi undir pari.

Ottó fékk 3 skolla í röð á 1.,2. og 3. holu en náði að koma sér 1 undir par með því að fá 2 erni (2 undir pari) á tveimur næstu holum í röð.
Ottó fékk alls 2 erni, 2 fugla, 9 pör og 5 skolla á hringnum.

Sigurður Rúnar Ólafsson kemur næstur af kylfingum úr GKG á 5 höggum yfir pari og er í 10. sæti
Valgeir Tómasson á 10 yfir pari í 24. sæti
Björgvin Smári Kristjánsson á 11. yfir pari í 27. sæti
Gunnar Guðjónsson á 13 yfir pari í 32. sæti.
Aðrir eru eitthvað neðar en alls eru 10 keppendur í karlaflokki frá GKG.

Alls eru það 68 keppendur sem eru skráðir til leiks í karlaflokki

Guðfinna Halldórsdóttir sem er eini keppandinn í kvennaflokki frá GKG lék á 18 höggum yfir pari á 88 höggum og er sem stendur í 8. sæti af 13 keppendum.