Ottó Sigurðsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni 2007 eftir úrslitaleik við Arnór Inga Finnbjörnsson úr GR. Leikurinn var jafn og spennandi framan af, enn jafnt eftir 12 holur, en á þeirri 13. setti Ottó holu í höggi og fylgdi því síðan eftir með fuglum á bæði 15. og 17 holu og tryggði sér þar með sigur 2/1. Þetta er í annað sinn sem Ottó vinnur þennan titil en hann vann hann einnig árið 2005. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan árangur.
Öll önnur úrslit í holukeppninni má síðan sjá með því að smella hér.