Unglinganefnd GKG stendur fyrir páskabingói laugardaginn 15. mars kl. 14.00 í golfskála GKG. Þessi viðburður er skipulagður sem partur af almennu félagsstarfi okkar en jafnframt er þetta liður í söfnun afreksunglinganna sem eru að fara til Costa Ballena þann 23.mars næstkomandi.
Margir góðir vinningar verða í boði og verði á spjöldum og kaffiveitingum verður stillt mjög í hóf. Við hvetjum því alla til þess að mæta og njóta skemmtilegrar samveru, freista gæfunnar og styrkja um leið barna- og unglingastarf klúbbsins.
Unglinganefnd GKG