Pétur Andri Ólafsson náði draumahögginu í gær á Íslandmóti unglinga í Vestmannaeyjum. Pétur náði þessum áfanga í fyrsta skipti á 14. holunni, og notaði hann 52° sandjárnið.

Kylfingar GKG hafa staðið sig vel á mótinu og deilir Aron Snær Júlíusson efsta sætinu fyrir lokahringinn í flokki 14 ára og yngri. Ragnar Már Garðarsson er í 3. sæti í flokki 15-16 ára, og Rúnar Örn Grétarsson er í 4. sæti í elsta flokknum, 17-18 ára. Mótinu lýkur í dag og er hægt að fylgjast með árangri keppenda á www.golf.is.