Punktamót GKG eða mánudagsmótaröðin fór af stað síðastliðinn mánudag með pompi og prakt. Það voru 44 keppendur sem skráðu sig til leiks þennan mánudaginn. Þeir Fannar Aron Hafsteinsson og Kristofer Helgi Helgason eru efstir og jafnir með 40 punkta. Einum punkti á eftir þeim í þriðja og fjórða sæti eru þeir Þorlákur Ingi Hilmarsson og Bjarki Gunnarsson á 39 punktum. Heildarstaðan eftir fyrstu umferð má sjá með því að smella hér

Punktamót GKG er haldið 7 mánudaga í sumar og gilda þrír bestu hringirnir sem spilaðir eru til stiga. Það er því langt í frá of seint að smella sér á lestina og gera mánudagana að deginum sem spilað er til forgjafar í sumar. Mánudagsmótaröðin er líka hentug vinum og hópum því hægt er að skrá sig með viku fyrirvara í mótið. Skráning fer fram með þeim hætti að sendur er tölvupóstur á netfangið gkg@gkg.is með beiðni um rástíma. Starfsfólk GKG skráir ykkur á rástímann eða sendir upplýsingar um hvaða rástímar eru lausir ef umbeðinn rástími er þegar tekinn.

Mótsgjald er kr. 1.500 í hvert skipti og er 1.000,- króna inneign hjá veitingastað GKG, Mulligan sem teiggjöf. Eiginlegt mótsgjald er því eingöngu kr. 500,-.

Verðlaunin eru eftirfarandi:

  1. 20.000 kr. vöruúttekt frá N1, 10 skipta klippikort í golfherma GKG
  2. 20.000 kr. Vöruúttekt frá N1, 5 skipta klippikort í golfherma GKG
  3. 20.000 kr. inneign í Golfbúðinni

Allar nánari upplýsingar um mánudagsmótaröðina má finna á heimasíðu GKG með því að smella hér.