Hún er að magnast spennan í mánudagsmótaröðinni en meistari fyrri ára, hann Óðinn Gunnarsson, er kominn fast á hæla Atla Ágústsonar á 114 punktum. Atli náði strax afgerandi forystu eftir fyrstu mótin en náði ekki að spila þennan mánudaginn þar sem hann er staddur með landsliði öldunga í Prag, Óðinn nýtti sér tækifærið, spilaði á 42 punktum og nú munar eingöngu einum punkti á þeim köppum. Eggert Ólafsson er í þriðja sæti á 108 punktum og þau Helga Björg Steingrímsdóttir og Jóhannes Sturluson deila fjórða sætinu á 104 punktum.Punktamot GKG 2017 – Stadan eftir 5 umferdir – 18 jul 2017 eo Sent GKG
Hægt er að sjá heildarstöðu mótsins hér ->
Nú eru tvær umferðir eftir í mótinu og því geta þeir aðilar sem bara hafa spilað einn hring komið sterkir inn næstu tvo mánudaga. Skráning er hafin og sendið þið póst á gkg@gkg.is með ósk um rástíma.
Mótsstjórn.