Hér má sjá stöðuna eftir 6 umferðir: Punktamot GKG 2016 – Stadan eftir 6 umferdir

Eins og sjá má, helst röð efstu manna óbreytt frá því síðast. Hólmfríður heldur enn efsta sætinu með 77 punkta í tveimur bestu umferðunum, en aðeins munar einum punkti á henni og Óðni sem er í öðru sæti. Fast á hæla þeirra fylgja þrír aðrir með 75 punkta. Það getur því allt gerst í síðustu umferðinni sem fer fram nk. mánudag, 22. ágúst, og lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu.

Kveðja,

Mótstjórn