Púttmót mótanefndar

Home/Fréttir/Púttmót mótanefndar

Púttmót mótanefndar

Hjá GKG vinnur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum og leggja sumir hverjir rúmlega 100 vinnustundir á ári í þágu klúbbsins. Þetta er fórnfúst starf og eðli málsins gríðarlega mikilvægt, því reynum við eftir bestu getu að skapa góða stemmingu og anda í kringum sjálfboðaliðastarfið.

Púttmót mótanefndar sem haldið var nú í vor var liður í því. Haldin voru 4 púttkvöld þar sem aðilar hittust og skemmtu sér konunglega við mótið sjálft en ekki síður í spjall um heima og geima.

Á myndinni má sjá sigurvegara mótsins þau Gunnar Árnason, Ingibjörgu Steinþórsdóttur og Jónínu Pálsdóttur ásamt formanni mótanefndar, Jóni K. Baldurssyni, Úrslitin fylgja hér á eftir:

By |23.04.2013|