Púttmótaröð barna og unglinga í GKG rennur af stað á laugardag kl. 11 í Kórnum.
Mótin verða með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Óþarfi er að skrá sig, bara mæta, og þátttaka er ókeypis.
Sjá helstu upplýsingar hér fyrir neðan.

Mótaröðin stendur yfir í fjóra mánuði, fyrsta mótið 31. janúar og seinasta í byrjun maí.

Alls verða 7 mót en fjögur bestu mótin telja.

Þrír aldursflokkar, kynjaskipt:
12 ára og yngri (fædd ´03 og síðar)
13-16 ára (fædd 02-99)
17 ára og eldri (fædd 98 og fyrr)

Eftir seinasta mótið í vor verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki, stúlkna og pilta. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu mætingu í mótin.
Þátttaka er ókeypis.

Mótsdagar eru eftirfarandi (með fyrirvara um breytingar):

31. janúar
14. febrúar
28. febrúar
14. mars
28. mars
18. apríl
2. maí

Umsjón:
Umsjón með mótunum hefur Haukur Már Ólafsson, PGA golfkennaranemi og barna/unglingaþjálfari GKG, og afrekskylfingar GKG.
Skorkort eru inni í skáp í Kórnum. Eftir hvert mót er skorkortum skilað til íþróttastjóra sem færir inn úrslit og birtir á heimasíðu GKG.

Helstu reglur í púttmótum:
Mótin er 18 holur í hvert skipti.
Allir sem taka þátt í mótinu verða að hafa meðspilara sem skráir skor leikmanns.
Leikmaður og ritari þurfa að kvitta fyrir skráðu skori áður en skilað er inn til umsjónarmanns.
Tveir til þrír mega leika saman. Foreldrar mega leika með börnum sínum og skrá þá skorið fyrir barnið.
Skorkortið verður að vera fyllt út með nafni og fæðingarári.
Í byrjun hverrar brautar verður að stilla bolta upp við hliðina á teigmerki.
Klára verður hverja holu til að fá skor.
Eitt högg er í víti ef bolti snertir vegg.
Færa má bolta frá vegg þar til viðunandi staða er fengin, en þó ekki nær holu.