Ragnar Már Garðarsson lék á 78 höggum í dag á Junior Orange Bowl mótinu sem fer fram í Miami í Flórída. Hann bætti sig um fjögur högg milli hringja og er í 57. sæti af 61 keppenda, en byrjunin í gær var slæm. Við sendum Ragnari baráttukveðjur og óskum honum góðs gengis á seinustu tveimur hringjunum, það er nægur tími enn til að hífa sig upp töfluna.