Íslandsmóti unglinga í höggleik lauk í Grafarholti í gær. Mótið heppnaðist mjög vel en blíðskaparveður var alla þrjá keppisdagana. Það voru 145 keppendur sem hófu leik, en færri komust að en vildu, en mikill biðlisti var í nokkrum flokkum. GKG átti 22 keppendur og náðu margir mjög góðum árangri.

Ragnar Már Garðarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitil í flokki 15-16 ára drengja. Ragnar Már lék mjög vel og örugglega allt mótið og er vel að sigrinum kominn. Til hamingju með titilinn Ragnar!

Óðinn Þór Ríkharðsson náði 3. sæti í flokki 14 ára og yngri eftir bráðabana við klúbbfélaga sinn Kristófer Orra Þórðarson. Særós Eva Óskarsdóttir hafnaði í 3. sæti í flokki 15-16 ára stúlkna. Þetta er í 4. skipti sem hún er í 3. sæti í sumar í Arionbankamótaröðinni sem er einkar glæsilegt, ekki síst þar sem hún er á yngra árinu í sínum flokki. 

Til hamingju með glæsilegan árangur!

Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit í öllum flokkum, en nánari upplýsingar er að finna á golf.is.

Piltaflokkur, 17-18 ára:

1. Bjarki Pétursson GB 71-70-70=211 -2

2. Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD 69-73-72=214 +1

3. Benedikt Sveinsson GK 69 72 75 216 +3

4. Emil Þór Ragnarsson GKG 72 72 74 218 +5

5. Dagur Ebenezersson GK 70 75 73 218 +5

 

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 74-73-74=221 +8

2. Sunna Víðisdóttir GR 74-80-73=227 +14

3. Halla Björk Ragnarsdóttir GR 82-81-79=242 +29

4. Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 80-84-85=249 +36

5. Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 85-86-84=255 +42

 

Drengjaflokkur, 15-16 ára:

1. Ragnar Már Garðarsson GKG 74-70-75=219 +6

2. Ísak Jasonarson GK 78-71-73=222 +9

3. Árni Freyr Hallgrímsson GR 74-77-74=225 +12

4. Birnir Snær Ingason GKJ 75-72-78=225 +12

5. Bogi Ísak Bogason GR 75-79-75=229 +16

 

Telpnaflokkur, 15-16 ára:

1. Guðrún Pétursdóttir GR 83-76-79=238 +25

2. Anna Sólveig Snorradóttir GK 80-78-82=240 +27

3. Særós Eva Óskarsdóttir GKG 85-84-78=247 +34

4. Sara Margrét Hinriksdóttir GK 87-86-83=256 +43

5. Þórdís Rögnvaldsdóttir GHD 80-87-90=257 +44

 

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:

1. Birgir Björn Magnússon GK 70-70-64=204 -9

2. Gísli Sveinbergsson GK 71-76-75=222 +9

3. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 78-72-75=225 +12 (e. bráðabana)

4. Kristófer Orri Þórðarson GKG 76-73-76=225 +12

5. Henning Darri Þórðarson GK 72-77-77=226 +13

 

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 85-87-80=252 +39

2. Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 93-86-85=264 +51

3. Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 90-88-87=265 +52 (e. bráðabana)

4. Birta Dís Jónsdóttir GHD 85-96-84=265 +52

5. Laufey Jóna Jónsdóttir GS 95-86-89=270 +57

 

Mynd: kylfingur.is